Samskip styrkja sölu Bleiku slaufunnar 2017

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum.  Bleika slaufan 2017 verður afhjúpuð á morgun 29. september, og salan hefst þá um leið.

Í ár styrkja Samskip átak krabbameinsfélagsins „ Bleika slaufan “ með því að sjá um flutning á slaufunni út um land. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum og í ár er hún hönnuð af gullsmiðnum og hönnuðinum Ásu Gunnlaugsdóttur, asa iceland .

Bleika slaufan 2017 verður afhjúpuð á morgun 29. september, og salan hefst þá um leið.

Hér má sjá nokkrar myndir frá því þegar slaufan kom í hús hjá Samskipum, allir pakkar skannaðir inn og sendir á réttan stað.