Samskip taka þátt í Sjávarútvegsráðstefnunni

Guðmundur Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri millilandasviðs Samskipa,
verður meðal frummælenda á Sjávarútvegsráðstefnunni 2015 sem fram fer á
Hilton Reykjavík Nordica dagana 19. og 20. nóvember.

Erindi Guðmundar ber heitið Skipaflutningar á erlenda markaði og er hluti af málstofu sem ber heitið Ferskfiskflutningar og markaðir. Alls verða flutt 46 erindi á ráðstefnunni í 10 málstofum.

Hugmyndin að Sjávarútvegsráðstefnunni, sem nú er haldin í sjötta skipti, er að skapa samskiptavettvang allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi. Markmið hennar er að fjalla um mikilvæg viðfangsefni á sviði sjávarútvegs og að umræðan sem þar myndast verði uppspretta hugmynda og hvatning til góðra verka.

Ráðstefnan er ætluð þeim sem starfa við veiðar, eldi, frumvinnslu, framhaldsvinnslu, sölu og markaðssetningu, þjónustu og rannsóknir og þróun, auk annarra áhugamanna um sjávarútveg í sinni víðustu mynd.