Samstarf Samskipa við Unilever og TMA Logistics sýnir möguleika lífeldsneytis í innanlandsflutningi

Með nýju samstarfsverkefni um notkun kolefnishlutlauss lífeldsneytis í flutningum hafa Samskip enn aukið sjálfbærni í starfsemi sinni.

Samskip, Unilever og TMA Logistics eiga í nýju samstarfi þar sem gerð er tilraun með notkun HVO100 lífeldseytis án jarðefna frá Schouten Olie B.V. Eldsneytið er notað á flutningabíla Samskipa sem flytja vörur fyrir Unilever  frá vörumiðstöð TMA Logistics.  

Með samstarfinu stefna Samskip á að komið verði í veg fyrir útblástur sem samsvarar allt að 14.500 kílóum af CO2, en það jafngildir 90% samdrætti útblásturs miðað við hefðbundið eldsneyti. Til þess að kolefnisjafna sama útblástur frá notkun hefðbundins eldsneytis þyrfti að gróðursetja 531 tré. 

Að mati Samskipa færir aukin notkun lífeldsneytis flutningsfyrirtækjum leið til að draga úr útblæstri CO2 vegna flutninga á vegum. Litið er á samstarfið sem það fyrsta af mörgum og telja Samskip það koma til með ýta hratt undir aukna notkun lífeldsneytis hjá öðrum flutningafyrirtækjum. 

Eldsneytið sem varð fyrir valinu ber ISCC-EU vottun um að vera 100% lífeldsneyti. Það er framleitt úr matarolíu og afgangsúrgangi og hægt að nota í stað hefðbundinnar dísilolíu til að knýja allar dísilvélar. Notkun þess dregur jafnframt úr losun skaðlegra efna á borð við kolvatnsefnis, köfnunarefnisoxíðs, kolsýrings og fjölhringa, arómatískra vetniskolefna (eða PAH). Þá snýr ávinningur notkunarinnar ekki bara að lofgæðum, heldur einnig vélum ökutækjanna, því með notkun lífeldsneytisins haldast síur og spíssar lengur hrein, sem dregur úr viðhaldi.  

„Stefna Samskipa um að auka hlut vistvænna lausna í vegaflutningum formgerist æ betur í verkefnum á borð við þetta,“ segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa á Íslandi. „Verkefni á borð við þetta sem móðurfélag Samskipa í Evrópu stendur að eykur valkosti í flutningum og er flutningsfyrirtækjum hvatning til að leita grænni eldsneytisvalkosta.“ 

Þórunn segir ánægjulegt hversu góðar viðtökur sjálfbærar lausnir fái hjá bæði viðskiptavinum og birgjum fyrirtækisins. „Aðgerðir sem draga úr kolefnisfótspori starfseminnar eru lykilþáttur í stefnu Samskipa og fyrirtækið er afar meðvitað um mikilvægi þess að geta boðið viðskiptavinum nýjar kosti í flutningum um leið og stutt er við sjálfbærnimarkmið í aðfangakeðjum þeirra.“  

 „Okkur þætti spennandi ef tækist samstarf um notkun lífeldsneytis í flutningum á vegum á Íslandi líka og erum afar opin fyrir slíkum hugmyndum,“ bætir Þórunn við. 

Frekari upplýsingar veitir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptadeildar Samskipa: thorunn.inga.ingjaldsdottir@samskip.com / +354 458 8150