Skaftafell hættir siglingum til Húsavíkur
Samskip hafa ákveðið að hætta siglingum til Húsavíkur og verður síðasta viðkoma Skaftafells á Húsavík þann 14. desember nk.

Samskip hófu siglingar til Húsavíkur í febrúar 2016 og hafa verið virkur þátttakandi í þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað á Þeistareykjum og Bakka.
Fyrir frekari upplýsingar um siglingaáætlun viljum við benda viðskiptavinum okkar á að fylgjast með siglingaáætlun á vef félagsins.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.