Þróa næstu kynslóð sjálfbærra skipaflutninga
Samskip hafa orðið fyrir valinu til að leiða verkefni þar sem í þróun er næsta kynslóð sjálfbæra skipaflutninga á styttri sjóleiðum.
Norsk stjórnvöld styrktu nýverið verkefnið, sem nefnist „Seashuttle", um 6 milljónir evra, eða sem svarar til rúmlega 795 milljóna íslenskra króna. Verkefnið gengur út á að hanna sjálfvirk gámaskip sem gefa ekki frá sér mengaðan útblástur, en eru um leið hagkvæm.
Seashuttle er eitt sex verkefna í „PILOT-E", yfir 100 milljóna evra (11,6 ma. kr.) þróunarverkefni sem að koma meðal annars Rannsóknaráð Noregs, Innovation Norway og Enova. Verkefnið snýst um að flýta hönnun og nýtingu tækni sem henti umhverfisvænum iðnaði framtíðar. Að fjármögnun Seashuttle standa fjögur norsk ráðuneyti (ráðuneyti matvæla og fiskveiða; loftlags og umhverfis; jarðolíu og orku; og samgangna og fjarskipta).