Við erum stoltur styrktaraðili – ÁFRAM ÍSLAND !

Samskip hafa verið öflugur samstarfsaðili HSÍ um langt skeið, eða í 23 ár. Við sendum íslenska handboltalandsliðinu góða strauma og hvetjum strákana áfram á EM.

Handknattleikssamband Íslands og Samskip endurnýjuðu samstarfssamning sín á milli árið 2020. Samskip hafa verið bakhjarl HSÍ frá 1998.

„Samskip hafa verið öflugur samstarfsaðili HSÍ og stutt vel við íslenskan handknattleik í áratugi. Það er því mikið fagnaðarefni að endurnýja samstarfssamning HSÍ við Samskip en samstarfið hefur varað óslitið í yfir 20 ár sem sýnir sterk tengsl Samskipa við öflugt afreksstarf,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ.

Við hjá Samskipum erum ánægð með að geta stutt áfram við HSÍ en Samskip hafa verið bakhjarl um langt skeið, eða í 23 ár. Frá okkar bæjardyrum séð er stuðningurinn við HSÍ ekki bara fjárhagslegur stuðningur heldur líka til marks um hvernig við störfum hjá Samskipum. Við missum ekkert sjónar á langtímamarkmiðum og fylgjum þeim eftir og ræktum viðskiptasambönd með svipuðum hætti. Við viljum vera til staðar fyrir HSÍ jafnt sem okkar viðskiptavini,“ segir Birkir Hólm Guðnason forstjóri Samskipa á Íslandi.  

Við erum ánægð með samninginn og vonumst til þess að eiga gott áframhaldandi samstarf við HSÍ í framtíðinni.