Virkt eftirlit með notkun persónuhlífa

Í byrjun ársins var farið af stað með eftirlit með notkun persónuhlífa á starfsstöðvum Samskipa í Kjalarvogi. Aðra hverja viku fara aðilar úr öryggisnefnd fyrirtækisins í eftirlitsferðir um vöruhús og gámavöll og fylgjast með að allir fari eftir settum reglum um notkun persónuhlífa.

Verkefnið hefur farið vel af stað og er markmiðið að stuðla að aukinni öryggismenningu innan fyrirtæksins, bæði meðal starfsfólks, verktaka og þjónustuaðila.

Notkun persónuhlífa svo sem sýnileikafatnaður, hjálmur og öryggisskór er mikilvægur þáttur í að verja starfsfólk Samskipa gegn hættum í vinnuumhverfi sem geta stefnt öryggi og/eða heilsu þeirra í voða.

Það er skýr stefna Samskipa að tryggja öllum starfsmönnum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi og er unnið stöðugt að framþróun á því sviði.

Saman tryggjum við öryggi okkar og annarra.

Saman náum við árangri.