Gáma- og búslóðaflutningar
Oft þarf að senda vörur í miklu magni og bjóða Samskip þá upp á lausnir í flutningum á heilförmum.
Verðlagning búslóðaflutninga er mismunandi eftir því hvaðan og hvert verið er að flytja. Einnig fer hún eftir því hvort um er að ræða heila gáma eða lausavöru.
Umfang búslóðar
Boðið er upp á flutning í heilum gámum í tveimur stærðum, 20 feta og 40 feta. Einnig tekur innanlandsdeild Samskipa að sér að flytja búslóðina lausa í flutningabílum. Þegar þannig er flutt er ávallt meiri hætta á hnjaski þar sem hvert stykki er meðhöndlað oftar en ef um gámaflutning er að ræða. Rétt er að miða pökkun og frágang við það.
Hægt er að fá hugmynd um umfang búslóðar í þar tilgerðu reiknilíkani. Endanlegt umfang reiknast þó ávallt við móttöku vöru.
Flutningur og pökkun
Í öllum tilfellum er nauðsynlegt að ganga mjög vel frá búslóðinni og pakka sem mestu í kassa og setja pappa eða þykkt plast utan um húsgögn og tæki. Á stærri hlutum þarf að hlífa öllum hornum. Ef búslóð er flutt laus í flutningabílum þá þarf að merkja alla hluti vandlega.
Tryggingar
Allar vörur sem fluttar eru með Samskipum innanlands eru tryggðar. Miðast tryggingaverndin við verðmæti varnings allt að 10.000.000 kr. Fari verðmæti vöru upp fyrir 10.000.000 kr. þarf að tryggja hana sérstaklega.
Bókun flutnings
Þegar flutningur er pantaður þarf að gefa upp brottfarar- og áfangastað og hvort um flutning í heilum gámum eða lausavöru er að ræða. Einnig þarf að taka fram hvort óskað sé eftir að varan sé sótt og hvort óskað er eftir heimakstri á áfangastað. Þegar pantaður er flutningur fyrir lausavöru þá þarf umfang (rúmmál) vörunnar (búslóðarinnar) að liggja fyrir.
Óskið eftir tilboði í flutning, einnig er hægt að hafa samband við þjónustufulltrúa okkar eða hringja í síma 458 8000.