Breytingar í framkvæmdastjórn Samskipa

Um áramótin tekur gildi nýtt skipurit Samskipa. Millilandasvið leggst af og í stað þess koma þrjú ný svið, Rekstrarsvið, Innflutningssvið og Útflutningssvið. Fjármálasvið og Innanlandssvið haldast óbreytt.

Helst að veðrið setji strik í reikninginn

„Jú, jú, við finnum alveg fyrir auknu álagi þegar líða fer að jólum,“ segir Stefán Þorvaldsson, bílstjóri hjá Samskipum. „Það er aðeins í meiru að snúast.“ Samskip senda jólapakka hvert á land sem er fyrir fast gjald og þá ríður á að allar áætlanir haldi, svo allar sendingar rati nú á réttan stað fyrir aðfangadagskvöld.

Hressir Hollendingar í heimsókn

Um miðjan nóvember sóttu Samskip heim 23 hollenskir meistaranemar, en fyrirtækið tekur reglulega á móti gestum, jafnt í stórum hópum sem smáum. Námsferð hópsins skipulagði nemendafélag félagsvísindasviðs Vrije-háskóla í Amsterdam.

Möguleikar íslensks sjávarútvegs á nýjum mörkuðum ráðast af hagkvæmni flutninga

Aðgangur að víðtæku neti flutninga er lykilatriði þegar kemur að því að vinna íslenskum sjávarafurðum nýja markaði. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Gunnars Kvarans, forstöðumanns útflutningsdeildar Samskipa, á Sjávarútvegsráðstefnunni 2017 í Hörpu 16. og 17. nóvember. Hann segir flutningskostnað skipta miklu máli þegar fyrirtæki taka ákvörðun um sókn á nýja markaði.

Viðbúnaður sem sannað hefur gildi sitt

Mál tengd almennu öryggi og öryggismálum vega þungt í starfsemi Samskipa. Þannig eru til staðar fyrir fram skilgreindir verkferlar til þess að ná stjórn á aðstæðum fari hlutir aflaga. Einnig eru í lögum og reglugerðum gerðar ríkar kröfur til flutningafyrirtækja sem eðli málsins samkvæmt þurfa að flytja hættulegan farm.

Notkunin í ár 1% af því sem áður var

Merkjanleg áhrif eru af átaki til að draga úr plastnotkun sem ráðist var í hjá Samskipum í byrjun árs. Það sem af er ári nema innkaup fyrirtækisins á plastmálum innan við 1% af meðalinnkaupum síðustu tveggja ára.

Samskip Rotterdam verðlaunuð fyrir besta þjónustuvefinn 2017

Þjónustuvefur Samskipa vann til verðlauna fyrir besta notendaviðmótið á hátíð OutSystems Innovation Award 2017 í NBC ráðstefnuhöllinni í Nieuwegein í Hollandi 10. október. Alls kepptu 800 fyrirtæki við Samskip í flokki notendaupplifunar (e. User Experience). Við veitingu verðlauna OutSystems var í ár horft sérstaklega til þess hvernig fyrirtæki nýta upplýsingatækni við þróun nýjunga.