Samskip taka höndum saman við DC til að auka vægi gámaflutninga í Brasilíu

Nýr samstarfssamningur Samskip Logistics og flutningafyrirtækisins DC Logistics Brasil um þjónustu á landsvísu í Brasilíu vegna vaxandi gámaflutninga í Brasilíu.
Nýr samstarfssamningur Samskip Logistics og flutningafyrirtækisins DC Logistics Brasil um þjónustu á landsvísu í Brasilíu vegna vaxandi gámaflutninga í Brasilíu.
Viðgerð á Hoffellinu sem liggur í höfn á Eskifirði tekur lengri tíma en áður var áætlað. Við nánari skoðun á skipinu kom í ljós að kalla þurfti eftir varahlutum sem almennt er ekki að finna um borð og koma þeir frá útlöndum. Því er ljóst að skipið leggur ekki úr höfn í þessari viku.
Um kl. 18.00 í gærkvöldi varð flutningaskipið Hoffell sem er í eigu Samskipa, vélarvana þegar það var statt fyrir mynni Reyðarfjarðar. Skipið var að koma frá Reyðarfirði á leið sinni til Rotterdam þegar það missti vélarafl á aðalvél skipsins. Ljósavélar skipsins voru virkar.
Um áramótin tekur gildi nýtt skipurit Samskipa. Millilandasvið leggst af og í stað þess koma þrjú ný svið, Rekstrarsvið, Innflutningssvið og Útflutningssvið. Fjármálasvið og Innanlandssvið haldast óbreytt.
Kynnið ykkur komur og brottfarir um jól og áramót.
„Jú, jú, við finnum alveg fyrir auknu álagi þegar líða fer að jólum,“ segir Stefán Þorvaldsson, bílstjóri hjá Samskipum. „Það er aðeins í meiru að snúast.“ Samskip senda jólapakka hvert á land sem er fyrir fast gjald og þá ríður á að allar áætlanir haldi, svo allar sendingar rati nú á réttan stað fyrir aðfangadagskvöld.
Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér komur og brottfarir skipanna um jól og áramót.
Um miðjan nóvember sóttu Samskip heim 23 hollenskir meistaranemar, en fyrirtækið tekur reglulega á móti gestum, jafnt í stórum hópum sem smáum. Námsferð hópsins skipulagði nemendafélag félagsvísindasviðs Vrije-háskóla í Amsterdam.
Samskip hafa ákveðið að hætta siglingum til Húsavíkur og verður síðasta viðkoma Skaftafells á Húsavík þann 14. desember nk.
Aðgangur að víðtæku neti flutninga er lykilatriði þegar kemur að því að vinna íslenskum sjávarafurðum nýja markaði. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Gunnars Kvarans, forstöðumanns útflutningsdeildar Samskipa, á Sjávarútvegsráðstefnunni 2017 í Hörpu 16. og 17. nóvember. Hann segir flutningskostnað skipta miklu máli þegar fyrirtæki taka ákvörðun um sókn á nýja markaði.