Vel staðið að vinnuverndarmálum

Samskip ákváðu að taka öryggismál með áherslu á vinnuvernd föstum tökum og réðu til starfa Kristján Th. Friðriksson til að sinna nýju starfi vinnuverndarfulltrúa. Á fyrstu starfsdögum Kristjáns í ágúst síðastliðnum var hafið sértakt átaksverkefni í öryggismálum undir merkjum 4DX.  „Það var mjög ánægjulegt að hefja störf og koma beint inn í öryggisstríð þar sem áhersla alls fyrirtækisins var á öryggis- og vinnuverndarmál,“ segir hann.

Hoffell tefst í nokkra daga

Viðgerð á Hoffellinu sem liggur í höfn á Eskifirði tekur lengri tíma en áður var áætlað. Við nánari skoðun á skipinu kom í ljós að kalla þurfti eftir varahlutum sem almennt er ekki að finna um borð og koma þeir frá útlöndum. Því er ljóst að skipið leggur ekki úr höfn í þessari viku.

Hoffellið í vanda

Um kl. 18.00 í gærkvöldi varð flutningaskipið Hoffell sem er í eigu Samskipa, vélarvana þegar það var statt fyrir mynni Reyðarfjarðar. Skipið var að koma frá Reyðarfirði á leið sinni til Rotterdam þegar það missti vélarafl á aðalvél skipsins. Ljósavélar skipsins voru virkar.

Breytingar í framkvæmdastjórn Samskipa

Um áramótin tekur gildi nýtt skipurit Samskipa. Millilandasvið leggst af og í stað þess koma þrjú ný svið, Rekstrarsvið, Innflutningssvið og Útflutningssvið. Fjármálasvið og Innanlandssvið haldast óbreytt.

Helst að veðrið setji strik í reikninginn

„Jú, jú, við finnum alveg fyrir auknu álagi þegar líða fer að jólum,“ segir Stefán Þorvaldsson, bílstjóri hjá Samskipum. „Það er aðeins í meiru að snúast.“ Samskip senda jólapakka hvert á land sem er fyrir fast gjald og þá ríður á að allar áætlanir haldi, svo allar sendingar rati nú á réttan stað fyrir aðfangadagskvöld.

Hressir Hollendingar í heimsókn

Um miðjan nóvember sóttu Samskip heim 23 hollenskir meistaranemar, en fyrirtækið tekur reglulega á móti gestum, jafnt í stórum hópum sem smáum. Námsferð hópsins skipulagði nemendafélag félagsvísindasviðs Vrije-háskóla í Amsterdam.