Breytingar í framkvæmdastjórn Samskipa
Um áramótin tekur gildi nýtt skipurit Samskipa. Millilandasvið leggst af og í stað þess koma þrjú ný svið, Rekstrarsvið, Innflutningssvið og Útflutningssvið. Fjármálasvið og Innanlandssvið haldast óbreytt.
Um áramótin tekur gildi nýtt skipurit Samskipa. Millilandasvið leggst af og í stað þess koma þrjú ný svið, Rekstrarsvið, Innflutningssvið og Útflutningssvið. Fjármálasvið og Innanlandssvið haldast óbreytt.
Kynnið ykkur komur og brottfarir um jól og áramót.
„Jú, jú, við finnum alveg fyrir auknu álagi þegar líða fer að jólum,“ segir Stefán Þorvaldsson, bílstjóri hjá Samskipum. „Það er aðeins í meiru að snúast.“ Samskip senda jólapakka hvert á land sem er fyrir fast gjald og þá ríður á að allar áætlanir haldi, svo allar sendingar rati nú á réttan stað fyrir aðfangadagskvöld.
Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér komur og brottfarir skipanna um jól og áramót.
Um miðjan nóvember sóttu Samskip heim 23 hollenskir meistaranemar, en fyrirtækið tekur reglulega á móti gestum, jafnt í stórum hópum sem smáum. Námsferð hópsins skipulagði nemendafélag félagsvísindasviðs Vrije-háskóla í Amsterdam.
Samskip hafa ákveðið að hætta siglingum til Húsavíkur og verður síðasta viðkoma Skaftafells á Húsavík þann 14. desember nk.
Aðgangur að víðtæku neti flutninga er lykilatriði þegar kemur að því að vinna íslenskum sjávarafurðum nýja markaði. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Gunnars Kvarans, forstöðumanns útflutningsdeildar Samskipa, á Sjávarútvegsráðstefnunni 2017 í Hörpu 16. og 17. nóvember. Hann segir flutningskostnað skipta miklu máli þegar fyrirtæki taka ákvörðun um sókn á nýja markaði.
Mál tengd almennu öryggi og öryggismálum vega þungt í starfsemi Samskipa. Þannig eru til staðar fyrir fram skilgreindir verkferlar til þess að ná stjórn á aðstæðum fari hlutir aflaga. Einnig eru í lögum og reglugerðum gerðar ríkar kröfur til flutningafyrirtækja sem eðli málsins samkvæmt þurfa að flytja hættulegan farm.
Merkjanleg áhrif eru af átaki til að draga úr plastnotkun sem ráðist var í hjá Samskipum í byrjun árs. Það sem af er ári nema innkaup fyrirtækisins á plastmálum innan við 1% af meðalinnkaupum síðustu tveggja ára.
Þjónustuvefur Samskipa vann til verðlauna fyrir besta notendaviðmótið á hátíð OutSystems Innovation Award 2017 í NBC ráðstefnuhöllinni í Nieuwegein í Hollandi 10. október. Alls kepptu 800 fyrirtæki við Samskip í flokki notendaupplifunar (e. User Experience). Við veitingu verðlauna OutSystems var í ár horft sérstaklega til þess hvernig fyrirtæki nýta upplýsingatækni við þróun nýjunga.