Innanlands – tilkynningar

21.12.22

Tafir urðu á akstri í nótt vegna veðurs og ófærðar. Flest tæki á leið norður komust til Akureyrar kl. 9 í morgun og unnið er að losun á þeim. Einhverjar tafir verða því á dreifingu í dag á norðurlandi.  Tvö tæki eru enn á norðurleið frá því í nótt og má búast við þeim til Akureyrar um hádegisbil. Þá bíða tæki á leið til Austurlands átekta á Akureyri en enn er ófært um Mývatns og Möðrudalsöræfi. Einnig er enn ófært til Hafnar í Hornafirði frá Reykjavík.

20.12.22

Ágæti viðskiptavinur. 

Vegna ófærða og lokunar vega eru miklar raskanir á þjónustu innanlandsflutninga.  Enn eru allir vegir ófærir frá Reykjavík fyrir utan Selfoss og að Landeyjarhöfn. Ólíklegt verður að teljast að okkur takist að afhenda sendingar víðast um land í dag en við munum gera allt í okkar valdi til að senda bíla af stað um leið og færi gefst.

Kveðja

Starfsfólk innanlandsflutninga Samskipa.