Incoterms

Incoterms 2020 eru staðlaðir viðskiptaskilmálar (t.d. FCA, FOB og CIF) gefnir út af International Chamber of Commerce (ICC).

Viðskiptaráð Íslands er meðlimur í ICC. Incoterms 2010 gera útflytjendum mögulegt að gefa verðtilboð þar sem skipting kostnaðar og áhættu, sem fellur til við flutning vörunnar á milli seljanda og kaupanda, er skýr.

Það eru 11 Incoterms og má hugsa sem svo að þeir standi fyrir skrefum í því hvernig verkaskipting vegna flutningsins, greiðsla kostnaðar og áhætta af tjóni færist frá seljanda til kaupanda. Þannig er EXW "Ex Works" sá Incoterm sem leggur minnstar skyldur á seljanda og er venjulega notaður þegar vöruafhending fer fram á athafnasvæði seljanda. Á hinum endanum er DDP "Delivery Duty Paid" sá Incoterm sem leggur mestar skyldur á seljanda og er t.d. notaður þegar afhending vöru fer fram á athafnasvæði kaupanda.

Skilmálar sem einungis eiga við þegar um sjóflutning er að ræða eru: FAS, FOB, CFR og CIF. Skilmálar fyrir gámaflutning og allan flutningamáta, þ.m.t. fjölþátta flutning eru: EXW, FCA, CIP ,CPT, DAT, DAP, og DDP.

ATHUGIРað Incoterms eru skilmálar um sölu í samningi milli kaupanda og seljanda og ætti ekki að rugla við samninga um flutning milli sendanda og flutningsaðila. Viðskiptaaðilar ættu hins vegar að veita flutningsaðilum skýrar upplýsingar um hvaða Incoterms eru notaðir í sölusamningnum. Það tryggir að samningur um flutning sé í samræmi við samning um sölu.

ATHUGIРað Incoterms taka á skiptingu kostnaðar og áhættu milli seljanda og kaupanda auk ákveðinna skuldbindinga varðandi tollafgreiðslu og tryggingar og verkaskiptingu (hver á t.d. að sjá um tollafgreiðsluna). Það geta hins vegar verið ýmsir aðrir skilmálar sem þarf að skilgreina í sérstaklega í samningi, til viðbótar við Incoterms. Seljendur ættu því að:

- tilgreina hvernig afhending á að fara fram og þá sérstaklega hver á lesta og hver á að losa.

- tilgreina hvaða og hversu mikilla trygginga er óskað auk landfræðilegs og tímalegt gildissviðs þeirra (hvar og hvenær tryggingin hefst og endar).

- tilgreina kröfur eða takmarkanir um flutningstæki eða flutningsmáta (t.d. frystigámur, lestist ekki á þilfar o.s.frv.).

- tryggja að samningurinn innifeli ákvæði um force majeure, takmörkun skyldu "exoneration", eða tímatakmarkanir ef þeir eru skuldbundnir fyrir tollafgreiðslu eða afhendingu á stað sem er inni í erlendu landi.

ATHUGIÐ SÉRSTAKLEGA að þetta er langt frá því að vera tæmandi umfjöllun um Incoterms. Nánari upplýsingar fást á vefsíðu Incoterms 2020 http://www.iccwbo.org/.

Stutt lýsing á Incoterms 2020 - Smellið hér til að sjá mynd

EXW - Ex Works ( á tilgreindum stað ) (frá verksmiðju á tilgreindum stað) Seljandinn afhendir vörurnar við athafnasvæði sitt án útflutningsheimilda og ekki hlaðnar á flutningstæki. Ef aðilar kjósa að seljandi sé ábyrgur fyrir hleðslu flutningstækis og beri kostnað og áhættu af henni er áríðandi að þess sé getið með skýrum hætti í kaupsamningi.

FCA - Free Carrier ( named place ) ( frítt til flytjanda á tilgreindum stað ) Seljandinn afhendir vöruna til farmflytjanda, sem valinn er af kaupanda, á þeim stað sem nefndur er í skilmálunum. Þessir skilmálar eiga við alla flutningsmáta þ.m.t. flutning með flugi, lest eða bílum, og fjölþátta flutningsmáta á gámavöru. Seljanda ber að ganga frá útflutningsskjölum og gjöldum.

FAS - Free alongside ship ( frítt að skipshlið ) Seljandinn þarf að skila vörunni við skipshlið í tilgreindri höfn. Seljandinn þarf að ganga frá útflutningskjölum og gjöldum. Þessir skilmálar eiga einungis við um sjóflutning eða flutning á ám og vötnum.

FOB - Free on board ( named port of shipment ) ( frítt um borð ) Afhending á sér stað þegar vörurnar hafa farið yfir borðstokk á skipi sem tilgreint er af kaupanda. Þetta þýðir að kaupandi ber allan kostnað og áhættu á vörunni frá þeim tíma.. Seljanda ber að ganga frá útflutningsskjölum og gjöldum. Skilmálinn á einungis við um flutninga á sjó, ám og vötnum og er ekki nothæfur í fjölþátta- og gámaflutningum.

CFR - Cost and freight ( named port of destination ) ( kaupverð og flutningsgjald greitt að tilgreindri höfn). Seljandanum ber að greiða kostnað og farmgjald til að koma vörunni í þá ákvörðunarhöfn sem er tilgreind. Afhending á sér stað og áhætta, t.d. af vörutjóni, yfirfærist hinsvegar á kaupanda strax og varan er lestuð yfir borðstokkinn. Skilmálinn á einungis við um flutninga á sjó, ám og vötnum og er ekki nothæfur í fjölþátta- og gámaflutningum.

CIF - Cost, Insurance and Freight ( named port of destination ) ( kaupverð, trygging og flutningsgjald greitt til tilgreindrar losunarhafnar ) Nákvæmlega það sama og CFR nema að seljandinn þarf einnig að semja um og greiða tryggingar á vörunni. Seljanda ber einungis að greiða lágmarkstryggingar nema annað sé tilgreint í samningum. Skilmálinn á einungis við um flutninga á sjó, ám og vötnum og er ekki nothæfur í fjölþátta- og gámaflutningum.

CPT - Carriage paid to ( named place of destination ): (flutningur greiddur til tilgreindrar losunarhafnar) Seljandi afhendir vöruna til farmflytjanda sem hann velur og seljandi þarf að auki að greiða flutningskostnað til tilgreinds ákvörðunarstaðar. Áhætta og allur annar kostnaður eftir slíka afhendingu fellur á kaupanda. Þessa skilmála má nota fyrir alla flutninga, þ.m.t. fjölþátta- og gámaflutninga.

CIP - Carriage and insurance paid to ( named place of destination ): ( flutningur og tryggingar greitt til tilgreinds ákvörðunarstaðar ) Seljandi afhendir vöruna til farmflytjanda sem hann velur og seljandi þarf að auki að greiða flutningskostnað til tilgreinds ákvörðunarstaðar. Áhætta og allur annar kostnaður eftir slíka afhendingu fellur á kaupanda. Þegar notaðir eru CIP skilmálar verður sendandi þó einnig að kaupa tryggingar fyrir áhættu kaupanda á því að varan tapist eða skemmist í flutningi. Þessa skilmála má nota fyrir alla flutninga, þ.m.t. fjölþátta- og gámaflutninga.

DPU - Delivered at Place Unloaded (insert of place of destination)

DAP – Delivered at Place (afhent, aðflutningsgjöld ógreidd á tilgreindum ákvörðunarstað).  Seljandi ber kostnað og áhættu að þeim stað sem tilgreindur er ákvörðunarstaður, varan ólosuð af flutningstæki.  Kaupandi þarf hinsvegar að afla innflutningsheimilda og greiða aðflutningsgjöld.  Áríðandi er að skýrt sé tekið fram í samningi, nákvæmlega hver ákvörðunarstaður er, þar sem ella getur seljandi valið þann stað sem honum best hentar innan þess svæðis.

DDP - Delivered Duty Paid ( named place of destination ) ( afhent, aðflutningsgjöld greidd á tilgreindum ákvörðunarstað ) Seljandi ber kostnað og áhættu að þeim stað sem tilgreindur er á ákvörðunarstað, varan tollafgreidd en ólosuð af flutningstæki. Þessir skilmálar fela í sér mestar skyldur fyrir seljanda. Áríðandi er að skýrt sé tekið fram í samningi, nákvæmlega hvar afhending á að fara fram á ákvörðunarstað, þar sem ella getur seljandi valið þann stað sem honum best hentar innan þess svæðis. Ef aðilar vilja undanskilja einhver þau gjöld sem greiða ber við innflutning vöru, t.d. virðisaukaskatt, þarf að geta þess með skýrum hætti í kaupsamningi.

Textinn er unninn upp úr Incoterms 2020 og er birtur einungis til fróðleiks og án allrar ábyrgðar.  Nánari upplýsingar fást á vef Alþjóða verslunarráðsins http://www.iccwbo.org/incoterms/