150 nýjir 40 feta fyrstigámar
Samskip hafa gengið frá kaupum á 150 nýjum 40 feta frystigámum fyrir útflutning frá Íslandi og Færeyjum. Þessir gámar verða komnir í notkun á vormánuðum.
Þessir gámar eru umhverfisvænni en fyrri gerðir. Á seinni helmingi 2021 var innleidd ný reglugerð í Kína þar sem allir gámar framleiddir þurfi að vera með nýrri tegund af vatns málningu. Þessi málning mætir vel markmiðum Samskipa um sjálfbærni, en samkvæmt COA (Container assositation) þá eru helstir kostir þessara nýju málningar eftirfarandi:
- Umhverfisvænni.
- Betri veðurvörn.
- Lengri ryðvörn.
- Betra samspil við önnur efni.
- Betri efnaskipti.
- Betra árekstrarvörn.
Þessir frystigámar koma líka með nýjum Daikin Zestia vélum, en þær hafa eftirfarnadi megin kosti:
- Ganga fyrir umhverfisvænni kælimiðil ef þess er óskar.
- Eyða minna og eru þá um leið umhverfisvænni.
- Sjálvirkara stýrikerfi.
- Einfaldara stýrikerfi.
- 20 % betri kæligeta.
- Léttari einingar eða 410 kg í samanburði við 434 kg frá fyrri týpum.