800 manns á tónleikum Húna í Eyjum
Frábær stemning var á tónleikum Áhafnarinnar á Húna í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og mætingin góð, en um átta hundruð gestir hlustuðu á Áhöfnina. Heppnuðust tónleikarnir vel í alla staði og var hljómsveitin klöppuð upp af ánægðum áhorfendum í lokin.

Frábær stemning var á tónleikum Áhafnarinnar á Húna í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og mætingin góð, en um átta hundruð gestir hlustuðu á Áhöfnina. Heppnuðust tónleikarnir vel í alla staði og var hljómsveitin klöppuð upp af ánægðum áhorfendum í lokin.
Lúðrasveit Vestmannaeyja kom fram með hljómsveitinni og spilaði í tveimur lögum. Eins og Geir Reynisson starfsmaður Landflutninga sagði eftir tónleikana, þá var þetta „eins og t-bone steik í eftirrétt á jóladag eftir flotta goslokahátíð“. Ekki slæmt það!
Húni II heldur næst til Þorlákshafnar og eru næstu tónleikar þar í kvöld, þriðjudag kl. 20.00. Síðan liggur leiðin til Keflavíkur, Reykjavíkur, og Stykkishólms.
Sjá ferð Húna í kringum landið á vef RÚV.