Afbragðs úttekt á Ísheimum
Í síðustu viku kom sendinefnd frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og fulltrúar frá MAST (Matvælastofnun) til að framkvæma gæðaúttekt á Ísheimum eins og verið hefur tvisvar á ári.
Úttektin fór vel fram og voru eftirlitsaðilar mjög ánægðir með umgengni og þrif í báðum geymslum. Niðurstaða úttektar var sú að við færðumst upp um flokk sem þýðir að úttektir fara fram einu sinni á ári í framtíðinni en ekki tvisvar á ári.
Starfsmenn Ísheima og Elmar Pálmi Lárusson rekstrarstjóri eiga sérstakar þakkir skildar fyrir að koma frystigeymslunum og allri aðstöðu þar í þetta horf.
Til hamingju!