Áfram fimm skip hjá Samskipum

Til að mæta aukinni eftirspurn eftir flutningum til og frá landinu hafa Samskip samið um leigu á 700 gámaeininga flutningaskipi sem verður í beinum og reglubundnum siglingum milli Reykjavíkur og Rotterdam fram eftir sumri.

Skipið verður komið í þjónustu Samskipa um næstu mánaðamót og mun sigla frá Reykjavík annan hvern föstudag.  Skipið leysir af hólmi minna skip, Maríu P, sem undanfarið hefur verið í áætlunarsiglingum til og frá landinu. Maria P mun vera áfram í þjónustu Samskipa og mun eftirleiðis sinna vöruflutningum í Evrópu.