Áhöfn Auðar komin til Orkneyja

Einar, Eyþór, Kjartan og Svanur, meðlimir North Atlantic Row, eru nú
komnir til Orkneyja en þangað náðu þeir á þjóðhátíðardaginn 17. júní.  Eru þeir fyrstir til að róa frá Noregi yfir
Norðursjó til Orkneyja án aðstoðar véla eða segla.

Einar, Eyþór, Kjartan og Svanur, meðlimir North Atlantic Row, eru nú komnir til Orkneyja en þangað náðu þeir á þjóðhátíðardaginn 17. júní.  Eru þeir fyrstir til að róa frá Noregi yfir Norðursjó til Orkneyja án aðstoðar véla eða segla.  Luku þeir siglingunni á rétt rúmlega viku, eða 175 stundum, við misjafnar aðstæður, frá góðviðri til hvassviðris upp á 20 metra á sekúndu og rúmlega fimm metra ölduhæð.

Við óskum þeim félögum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að fylgjast áfram með þeim á leiðinni til Færeyja og loks Íslands.