Akrafell komið til hafnar á Eskifirði

Akrafell, flutningaskip Samskipa sem strandaði undan Vattarnesi að morgni laugardags 6.september, liggur nú við bryggju á Eskifirði eftir giftusamlega björgun. Engin mannskaði varð og er það fyrir mestu.

Mikið verk hefur verið unnið við að tryggja öryggi skips, farms og að koma í veg fyrir mengunarslys. Að björgunaraðgerðum hafa komið allmargir aðilar en aðgerðum hefur verið stjórnað af mikilli fagmennsku úr Samhæfingarstöð Almannavarna undir forystu Landhelgisgæslunnar.

Akrafell, flutningaskip Samskipa sem strandaði undan Vattarnesi að morgni laugardags 6. september, liggur nú við bryggju á Eskifirði eftir giftusamlega björgun. Engin mannskaði varð og er það fyrir mestu.

Mikið verk hefur verið unnið við að tryggja öryggi skips, farms og að koma í veg fyrir mengunarslys. Að björgunaraðgerðum hafa komið allmargir aðilar en aðgerðum hefur verið stjórnað af mikilli fagmennsku úr Samhæfingarstöð Almannavarna undir forystu Landhelgisgæslunnar.

Nú er unnið að því að meta umfang tjónsins og lágmarka frekara tjón

Samskip hafa tekið á leigu flutningaskipið Horst B til að koma inn í áætlun Akrafellsins og lestar það í Rotterdam á miðvikudag og er þar með komið inn á áætlun.

Samskip vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu aðila sem lögðu nótt við dag við björgunaraðgerðirnar.