Akstur fellur niður vegna veðurs
Í dag mánudaginn 20. janúar verður enginn akstur til og frá Akureyri vegna veðurs. Vegagerðin hefur lokað Öxnadalsheiði og gefið út að ekki verði reynt að opna heiðina fyrr en í fyrramálið í fyrsta lagi. Of hvasst er til þess að hægt sé að keyra um Tröllaskaga. Þá er tvísýnt með akstur til og frá Ísafirði í kvöld. Steingrímsfjarðarheiði er lokuð en vonast er til að hún opni aftur í kvöld.