Allar leiðir Samskipa á sjó og landi eru opnar

Hér má sjá viðtal við Birki Hólm Guðnason forstjóra Samskipa sem birtist í Viðskiptamogganum þann 25.mars 2020.

Hér má sjá viðtal við Birki Hólm Guðnason forstjóra Samskipa sem birtist í Viðskiptamogganum þann 25.mars 2020.

Efla sam­skipti við skrif­stof­urn­ar

Birk­ir Hólm Guðna­son, for­stjóri Sam­skipa, seg­ir í skrif­legu svari að all­ar flutn­ings­leiðir Sam­skipa á sjó og landi séu opn­ar. „Við vilj­um þó benda viðskipta­vin­um okk­ar á að bóka tím­an­lega, því taf­ir hafa mynd­ast við ákveðin landa­mæri. Með lengri fyr­ir­vara aukast lík­ur á að teymið okk­ar finni leiðir sem gangi upp,“seg­ir Birk­ir.

Hann seg­ir að fyr­ir­tækið hafi eflt sam­skipti sín við skrif­stof­ur sín­ar um all­an heim í þeim til­gangi að tryggja viðskipta­vin­um sem allra bestu þjón­ustu.

Huga að ör­yggi starfs­fólks

Spurður að því hverj­ar væru helstu áskor­an­irn­ar fyr­ir skipa­fé­lag eins og Sam­skip í því ástandi sem skap­ast hef­ur, seg­ir Birk­ir að þær séu að huga að starfs­fólk­inu og tryggja órofna starf­semi. Unnið hafi verið í því að minnka áhættu á að starfs­fólkið smit­ist frá fyrstu dög­um í mars­mánuði. Mik­il áhersla hafi verið lögð á að tryggja ör­yggi og órofna starf­semi á skip­um sem og vöru­hús­um og hafn­ar­svæðum strax í byrj­un. „Núna ná aðgerðir okk­ar til allra starfs­stöðva og starfs­manna okk­ar, en þær eru í stöðugri end­ur­skoðun.“

Hann bæt­ir við að Sam­skip sé háð þjón­ustu í höfn­um er­lend­is og þar sé alltaf sá mögu­leiki fyr­ir hendi að starf­semi skerðist, eða hæg­ist tíma­bundið vegna COVID-smita. „Við þurf­um í aukn­um mæli að treysta á eigið starfs­fólk varðandi viðhald á skip­um og tækj­um þar sem Sam­skip hafa tak­markað mjög svo aðgengi þjón­ustuaðila.“

Birk­ir seg­ir að á sama tíma sé verið að tak­ast á við áskor­an­ir í rekstr­in­um, en þær fel­ist í að reka fast-kostnaðar-fram­leiðslu­kerfi, þegar skyndi­lega verði um­tals­verð magn­minnk­un, eins og lík­lega sé fram und­an.

Spurður hvort fragt sem ann­ars færi í flugi, leitaði til þeirra, seg­ir Birk­ir ekki svo vera, enda er það magn sem flutt er með flug­vél­um aðeins lítið brot af því sem er flutt með skip­um. Því verði skipa­flutn­ing­ar ekki mikið var­ir við magnsveifl­ur í flugi.

Fækkuðu um eitt skip

Um það hvort ein­staka áfangastaðir eða sigl­inga­leiðir hefðu orðið fyr­ir meiri áhrif­um en aðrar vegna ástands­ins, seg­ir Birk­ir að eins og til­kynnt hafi verið um í síðustu viku, þá hafi verið gripið til tíma­bund­inna aðgerða í sigl­inga­kerf­inu til að bregðast við óviss­unni sem fram und­an er. „Við erum að fækka um eitt skip og breyta sigl­inga­leiðum á öðrum skip­um.“

Í nýrri sigl­inga­áætl­un sinna fjög­ur skip vöru­flutn­ing­um á áfangastaði á lands­byggðinni og í Evr­ópu, en sigl­ing­ar sam­kvæmt nýrri áætl­un hefjast 6. apríl næst­kom­andi.

Sjá má greinina í heild sinni á mbl.is