Ánægja með sjávarútvegssýninguna í Brussel

Mikil ánægja var með þátttöku Samskipa í hinni árlegu European Seafood Exposition, sem haldin var í síðustu viku í Brussel.

Mikil ánægja var með þátttöku Samskipa í hinni árlegu European Seafood Exposition, sem haldin var í síðustu viku í Brussel. Samskip, FrigoCare, frystigeymslur Samskipa í Álasundi og Rotterdam, ásamt frystiflutningsmiðluninni Samskip Icepak Logistics sameinuðu krafta sína með enn stærri bás og litu fjölmargir viðskiptavinir og gestir við hjá okkur, þáðu íslenskar veitingar og spjölluðu. Á þriðjudagskvöldinu var viðskiptavinum svo boðið til veislu í hinu fallega Théâtre du Vaudeville, þar sem góður matur og góðir drykkir voru framreiddir og dansinn stiginn þangað til gestir héldu út í nóttina.