Áríðandi tilkynning vegna skráning á tollskránúmerum (HS code)

Við viljum vekja athygli viðskiptavina okkar á að frá og með 1. maí 2022 gera tollayfirvöld á Íslandi þá kröfu að við farmskrárskil í inn- og útflutningi komi ávallt fram upplýsingar um:

· Nafn og heimilisfang viðtakanda eða sendanda erlendis
· Fyrstu sex stafir í tollskrárnúmeri (HS Code) vöru

Útflytjendur vörusendinga eiga því að tilgreina í flutningsfyrirmælum fyrstu sex stafi í tollskrárnúmerum þeirra sendinga sem viðkomandi sending inniheldur.

Þegar sending er bókuð á þjónustuvef er möguleiki að velja HS númer í bókunarmynd og færast þá upplýsingar í farmskrá hjá tollayfirvöldum.

Ef viðskiptavinur nýtir sér ekki bókunar möguleika á þjónustuvef þarf Excel skjal (XLSX skjal) að fylgja með beiðni um bókun og flutningsfyrirmælum. Upplýsingar verða þá lesnar inn í tölvukerfi Samskipa og þaðan í farmskrá hjá tollayfirvöldum.

Séu þessar upplýsingar ekki tilgreindar verður móttöku farmskráa hafnað hjá tollyfirvöldum frá og með fyrrgreindri dagsetningu.

Með bestu kveðju,
Starfsfólk Samskipa