Báturinn hlaut nafnið Auður
Síðastliðinn laugardag var úthafsbát North Atlantic Row gefið nafnið Auður eftir kvenskörungnum Auði djúpúðgu. Báturinn var keyptur í Hollandi og er 1,6 tonn, gistirými er í bátnum auk stjórnklefa.

Síðastliðinn laugardag var úthafsbát North Atlantic Row gefið nafnið Auður eftir kvenskörungnum Auði djúpúðgu. Báturinn var keyptur í Hollandi og er 1,6 tonn, gistirými er í bátnum auk stjórnklefa.
Áhöfnin verður í sambandi við Siglingastofnum á hverjum degi á meðan leiðangri stendur og hafa allir áhafnarmeðlimir sótt Slysavarnaskóla sjómanna.
Leiðangurinn hefst á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí og sigla þeir frá Noregi til Orkneyja og þaðan áleiðis til Færeyja áður en haldið er til Íslands.
Saga Film hefur hafið tökur á heimildamynd um leiðangurinn.
Samskip eru aðal styrktaraðilar róðursins og munu að sjálfsögðu fylgjast grannt með alla leið.