„Bílstjórinn og framtíðin“
Síðastliðinn laugardag var Bílstjóraráðstefna Samskipa 2013 haldin í Reykjavík, yfirskrift ráðstefnunnar var „Bílstjórinn og framtíðin“.
Síðastliðinn laugardag var Bílstjóraráðstefna Samskipa 2013 haldin í Reykjavík, yfirskrift ráðstefnunnar var „Bílstjórinn og framtíðin“. Tæplega 50 manns mættu og voru erindin lífleg, fjölbreytt og áhugaverð. Eiga Bílstjórarnir hrós skilið fyrir að hafa náð sérstaklega góðum árangri í eldsneytissparnaði með vistakstri síðustu mánuði og mátti finna fyrir mikilli jákvæðni varðandi framtíðina. Í lok dags var farið í vettvangsferð í Klett og til AllraHanda þar sem þeir kynntu sér starfsemi þeirra fyrirtækja.
Dagur sem þessi er mikilvægur þáttur í endurmenntun bílstjóra jafnframt því að auka samheldni þeirra og víðsýni.