Bókaðu ferðir með Sæfara á netinu
Nú geta viðskiptavinir okkar bókað ferðir með ferjunni Sæfara frá Dalvík til Grímseyjar en eyjan er þekkt fyrir mikilfenglega náttúru og fjölskrúðugt fuglalíf.
Nú geta viðskiptavinir okkar bókað ferðir með ferjunni Sæfara frá Dalvík til Grímseyjar en eyjan er þekkt fyrir mikilfenglega náttúru og fjölskrúðugt fuglalíf.
Þeir farþegar sem fara til Grímseyjar geta gengið norður fyrir heimskautsbauginn og fengið viðurkenningarskjal því til staðfestingar.
Farþegar hafa margir hverjir orðið varir við hvali á leiðinni sem vekur oft mikla kátínu um borð. Mikið fuglalíf er í eynni og má þar helst nefna lunda og kríu. Í eynni sjálfri er það vitinn, kirkjan og baugurinn sem dregur fólk helst að ásamt einstakri birtunni á fallegum sumarnóttum.
Hér er hægt er að bóka ferðir á netinu.
Einnig erum við hér með bókunarsíðu á ensku.
Hægt er að fá frekari upplýsingar hjá Jóni Arnari á Dalvík í síma 458-8970 eða á netfang: jon.arnar.helgason@samskip.com