Bremsulaus með ekkert útsýni
Jón Bjarni Hrólfsson ásamt aðstoðarliði sínu náði þeim frábæra
árangri um helgina að ná á verðlaunapall í breska meistaramótinu í
rallíkrossi.
Jón Bjarni Hrólfsson ásamt aðstoðarliði sínu náði þeim frábæra árangri um helgina að ná á verðlaunapall í breska meistaramótinu í rallíkrossi. Jón Bjarni keyrir á Subaru Impreza GC8 í rallíkrossútgáfu með 550 hestafla túrbínuvél sem skilar 720 Newton – metrum af togi. Keppnin gekk ekki áfallalaust fyrir sig þar sem hann ók síðustu metrana bremsulaus með ekkert útsýni þar sem framrúðan var farin að leggjast inn í bílinn. Á mótinu atti Jón kappi við bíla sem kosta allt að 100 milljónir en bíll hans er metinn á um 5 milljónir, því geta þau verið afar stolt af þessum frábæra árangri og viljum við hjá Samskipum óska þeim innilega til hamingju með árangurinn