Breytingar á siglingaáætlun
Breytingar hafa orðið á áætlunum Mariu P (ferð 1605 MAR) og Skaftafells (ferð 1606 SKF).
Maria P mun hafa viðkomu á Sauðárkróki 8. febrúar, Akureyri 8. febrúar og á Húsavík 9. febrúar. Skipið mun ekki koma við á Reyðarfirði í þessari ferð. Sendingar sem upphaflega voru bókaðar með Mariu P frá Reyðarfirði hafa verið færðar yfir í Skaftafell (ferð 1606 SKF).
Áætluð brottför Skaftafells frá Reykjavík er þriðjudaginn 9. febrúar og fer eingöngu til Reyðarfjarðar og er áætlað þangað fimmtudaginn 11. febrúar. Sendingar sem upphaflega voru bókaðar með Skaftafelli, fyrir utan Reyðarfjörð, hafa verið færðar yfir í Mariu P (ferð 1605 MAR).