Breytingar gerðar á áætlun Samskipa

Tafir vegna óveðurs unnar upp – Áætlun strandleiðar nú móti sólu – Tími til móttöku gáma í Rotterdam verður rýmri – Breytingar á suðurleið – Rýmri tími fyrir útflutningsviðskiptavini

Tafir vegna óveðurs unnar upp – Áætlun strandleiðar nú móti sólu – Tími til móttöku gáma í Rotterdam verður rýmri – Breytingar á suðurleið – Rýmri tími fyrir útflutningsviðskiptavini

Tvíþættar breytingar eru fyrirhugaðar á siglingaáætlun Samskipa. Annars vegar er tímabundin breyting á áætlun til að vinna upp tafir sem urðu vegna óveðurs sem gekk yfir landið í síðustu viku. Hins vegar er tilhögun Strandleiðar Samskipa breytt og siglingaáætlun Suðurleiðar tekur breytingum  en með því gefst meira rými til vöruafhendingar í Rotterdam en verið hefur.

Til að vinna upp tafir á áætlun flutningskipsins Samskip Endurance, vegna óveðursins í síðustu viku, hafa Endurance og Samskip Skálafell hlutverkaskipti í einni ferð þannig að Samskip Skálafell komi við í Þýskalandi, Danmörku og Svíþjóð á leiðinni til Reykjavíkur.

Samskip Endurance (ferð 2009END) heldur beint til Reykjavíkur frá Rotterdam, á meðan Samskip Skálafell (ferð 2009SKA) siglir frá Rotterdam með viðkomu í Cuxhaven, Árósum og Varbergi áður en komið er til Reykjavíkur.

Eftir þessar ferðir eru bæði skip komin á sína reglubundnu áætlun. Breytingunni fylgir hins vegar að ekki verður komið við í Kollafirði á norðurleið Skálafells (ferð 2009SKA) og seinni viðkoma í Hull fellur niður hjá Endurance (ferð 2009END).

Samskip kynna líka nýja siglingaáætlun Strandleiðar félagins, en henni sinnir flutningaskipið Samskip Hoffell. Frá og með viku 9 (ferð 2010HOF) verður siglt á móti sólu umhverfis landið með viðkomu í öllum höfnum aðra hvora viku. Áætlunin er Reykjavík-Kollafjörður-Reyðarfjörður-Vopnafjörður-Akureyri-Sauðárkrókur-Ísafjörður-Bíldudalur-Reykjavík.

Uppfærsla siglingaleiðarinnar felur einnig í sér breytingu á áætlun Suðurleiðar Samskipa. Frá og með viku 10 á Suðurleið, verður lagt upp frá Íslandi kl. 16 á föstudögum og komið til Hull að kvöldi mánudags. Seinni viðkoma til Hull fellur niður og sinnir þá mánudags viðkoman því bæði inn- og útflutningi.

Við breytinguna færist brottför frá Rotterdam aftar en áður þannig að ráðrúm til vöruafhendingar verður meira. Í uppfærðri siglingaáætlun Suðurleiðar er lagt upp frá Rotterdam kl. 01 á aðfararnótt fimmtudags. Þar verður því hægt að taka á móti gámum á miðvikudögum.

ENGLISH

Notice about changes in Samskip’s schedule

Delays due to storm corrected – New schedule for Coastal Route – More time to deliver containers in Rotterdam – More time for export customers

Samskip has planned changes to its schedule. One is a temporary change to counter delays due to the storm that ravaged Iceland last week. The other is a permanent change to Samskip’s Coastal Route and amendment to the Southern Route, allowing for more time to deliver goods for transportation in Rotterdam than previously possible.

To counteract delays in Samskip Endurance’s schedule from the storm last week the vessels Samskip Endurance and Samskip Skalafell are going to swap places for one voyage, with Samskip Skalafell calling on ports in Germany, Denmark and Sweden on its route to Reykjavik.

Samskip Endurance (voyage 2009END) will call on Rotterdam before sailing directly to Reykjavik.  Samskip Skalafell (voy 2009SKA) will sail from Rotterdam and call on Cuxhaven, Aarhus, Varberg and Reykjavik.

After those voyages, Samskip Endurance and Samskip Skalafell will fall back to their normal schedule. However, due to the change, Samskip Skalafell will not be calling on Kollafjörður (voyage 2009SKA), and there will be no second call to Hull with Samskip Endurance (voyage 2009END).

Samskip is also introducing a new shipping schedule for its Coastal Route, serviced by Samskip Hoffell. Beginning in week 9 (voyage 2010HOF) the coastal service will be counterclockwise visiting all ports bi-weekly. The schedule is Reykjavik-Kollafjordur-Reydarfjordur-Vopnafjordur-Akureyri-Saudarkrokur-Isafjordur-Bildudalur-Reykjavik.  

The revised schedule also entails change to Samskip’s Southern Route. As of week 10, the Southern Route will depart from Iceland on Fridays at 16:00 and arrive in Hull on Monday evenings. As a result, there will be no second call to Hull, meaning that the call on Mondays will be both for export and import.

Due to this change, the Southern Route departure from Rotterdam is pushed back from where it previously was resulting in more time for the delivery of goods for transportation. The updated Southern Route schedule has departures from Rotterdam at 01:00 Thursdays, opening up for the delivery of FCL containers on Wednesdays.