Breyttir þjónustustaðlar

Frá og með 1. mars næstkomandi munu þjónustustaðlar Samskipa innanlands breytast á eftirfarandi veg.

 

Allar sendingar með brottför frá Reykjavík þurfa að berast tveimur klukkustundum fyrir auglýsta brottför. Ef sendingar berast síðar geta Samskip ekki tryggt að sendingar fari samdægurs af stað.

Brottfarir frá Reykjavík má sjá á meðfylgjandi hlekk - brottfarir
Nánari upplýsingar veitir þjónustudeild gegnum netfangið innanlands@samskip.com eða í síma 458-8160