Eimskip dæmt til að greiða Samskipum bætur vegna samkeppnisbrota

Landsréttur hefur með dómi sínum föstudaginn 20. desember staðfest fyrri dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því fyrir ári síðan um skyldu Eimskips til að greiða Samskipum skaðabætur að upphæð 350 milljóna króna með vöxtum, vegna ólögmætra samkeppnishamlandi aðgerða Eimskipafélagsins á árunum fyrir hrun.

Samskip hf. höfðuðu málið til að sækja skaðabætur en upprunalega var Eimskip dæmt til stjórnvaldssektar að fjárhæð 230 milljóna króna fyrir brot gegn 11. gr samkeppnislaga.

Brotin fólust í umfangsmiklum aðgerðum Eimskips þar sem félagið misnotaði markaðsráðandi stöðu sína gegn Samskipum, m.a. með því að gera viðskiptamönnum sínum bæði ólögmæt tilboð og semja við þá um ólögmæt einkakaup eða tryggðarafslætti.

Eimskip var einnig gert að greiða Samskipum sjö milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. 

Í dómnum hér að neðan er Eimskip undir nafninu A1988 hf., en nafni félagsins var breytt árið 2009 eftir samþykkt nauðsamninga í kjölfar efnahagshrunsins.

Dóm Landsréttar má lesa hér: https://www.landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=5d18dd7c-80dd-4be5-bdc8-f0817a6ac3ba 


In English

Court orders Eimskip to pay Samskip damages for restrictive practices

The Landsréttur Appeal Court has confirmed a year-old ruling by the Reykjavik District Court, ordering the Eimskip to pay Samskip over ISK 350 million with interest in damages because of restrictive practices in the years 2003 to 2006. Landréttur passed its judgement on Friday, December 20th.

Samskip hf. filed for damages after Eimskip had been ordered to pay a non-criminal fine of ISK 230 million for violating Article 11 of the Competition Act.  

Eimskip’s violations were extensive, i.e. abuse of dominant market position against Samskip, unlawful offers to customers, and negotiating with customers for illegal exclusive purchasing or loyalty rebates.

Eimskip was also ordered to pay Samskip seven million ISK because of litigation costs before the District Court and the Appeal Court.

In the courts’ documents Eimskip is called A1988 hf. The company’s name was changed in 2009 following composition with creditors.

Landsréttur’s judgement can be read here:  https://www.landsrettur.is/domar-og-urskurdir/domur-urskurdur/?id=5d18dd7c-80dd-4be5-bdc8-f0817a6ac3ba