ETS tilkynning og gjaldskrá

Samkvæmt ákvörðun leiðtogaráðs ESB í apríl 2023 tekur viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (ETS kerfi ESB) vegna vöruflutninga á sjó gildi frá og með 1. janúar 2024. Ísland er aðili að EES samningnum þar af leiðandi mun þessi reglugerð taka gildi á Íslandi.

Innleiðing ETS kerfis ESB á sviði sjóflutninga

Þessi ákvörðun um gjaldtöku af útblæstri hefur í för með sér að eigendum og útgerðum skipa, Samskipum þar á meðal, er árlega gert að kaupa losunarheimildir (EUA) til að mæta losun á koltvísýringi. Fyrirkomulagið er hluti af reglum um þak og viðskipti með losunarheimildir sem er innleidd með þessari nýju reglugerð. Þetta þýðir að flutningar Samskipa innan Evrópu sem og til og frá Íslandi falla undir ETS kerfið. Hvað varðar siglingar milli evrópska efnahagssvæðisins (EES) og svæða þar fyrir utan reiknast 50% af losuninni.

Áhrif á viðskiptavini Samskipa 

ETS gjald er nýr gjaldaliður sem leggst á alla vöruflutninga á sjó frá og með 1. janúar 2024.
Hér má sjá gjaldskrá Samskipa vegna ETS gjalds en þessi gjaldskrá verður uppfærð mánaðarlega í byrjun hvers mánaðar.

Innleiðingarstig ETS kerfis ESB 

ETS kerfi ESB verður innleitt í þremur áföngum, eins og lýst er hér á eftir:  Árið 2024 verða 40% af losuninni talin með. Árið 2025, 70% af losuninni. Frá og með 2026 mun kerfið ná yfir 100% losunarinnar.