Fjallað um siglingar Samskipa frá Bíldudal

Siglt verður með yfir 50 gáma af laxi frá Bíldudal í viku hverri gangi eftir áform Arnarlax um stóraukið laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum. 

 

Fjallað var um nýhafnar siglingar Samskipa frá Bíldudal og nýtt siglingakerfi í sjónvarpsfréttum RÚV um helgina þar sem þetta kom fram. 

Haft var eftir Tryggva Bjarnasyni, framleiðslustjóra Arnarlax að siglingar Samskipa lækki flutningskostnað hjá fyrirtækinu, bæði á aðföngum og því sem flutt er á markaði í Evrópu. „Og þetta minnkar líka álagið á þjóðvegunum, og þeir er nú ekki góðir,“ sagði hann. Þá kemur fram að önnur fyrirtæki nýti sér jafnframt flutningana á svonefndri Suðurleið í nýju siglingakerfi. Þegar Sjónvarpið sótti Bíldudal heim þá voru sendir sjö gámar frá Arnarlaxi og þrír frá öðrum fyrirtækjum. Í vetur er reiknað með að Arnarlax sendi 14 til 16 gáma á viku og gangi áætlanir eftir þá fjórfaldist það magn á næstu árum. 

 

Frétt Sjónvarpsins má nálgast hér á vef RÚV