Fjölmenni í jólaboði Samskipa
Árlegt jólaboð Samskipa var haldið síðastliðinn föstudag í Hörpunni og finnst mörgum boðið marka upphaf aðventunnar.
Árlegt jólaboð Samskipa var haldið síðastliðinn föstudag í Hörpunni og finnst mörgum boðið marka upphaf aðventunnar.
Margir góðir viðskiptavinir og gestir litu við, Gospelkór Reykjavíkur söng nokkur jólalög af sinni alkunnu snilld en þegar fór að líða á boðið brast starfsfólk Samskipa óvænt í dans við lagið „All I want for Christmas is you“ með Mariuh Carey.
Sífellt stækkaði danshópurinn og undir lok lagsins voru tæplega hundrað starfsmenn á dansgólfinu. Vakti atriðið mikla lukku á meðal gestanna sem margir voru farnir að dansa með!