Frábær tilþrif á golfmóti Samskipa

Margir mætir viðskiptavinir lögðu leið sína á glæsilegan Urriðavöll í liðinni viku til að taka þátt í árlegu golfmóti Samskipa. 

Hátt í hundrað kylfingar spiluðu 4ra manna betri bolta og sáust frábær tilþrif um allan völl í ágætu veðri.  Ljósmyndari var á svæðinu til að fanga stemninguna og margir starfsmenn lögðu hönd á plóg svo vel tækist til. 

Við þökkum viðskiptavinum kærlega fyrir komuna.

Fleiri myndir frá mótinu má skoða hér