Framkvæmdir á lokametrunum við nýja fiskgeymslu
Framkvæmdir við nýja saltfiskgeymslu og umstöflunaraðstöðu
fyrir ferskan fisk eru nú á lokametrunum en þær hófust fyrr á árinu.
„Með tilkomu nýju geymslunnar verður gjörbreyting á aðstöðunni, bæði hvað varðar aðkomu fyrir viðskiptavini og vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk“ segir Rúnar Sigurðsson forstöðumaður gámavallardeildar Samskipa, en hann hefur yfirumsjón með framkvæmdunum. Þegar við litum við stóð yfir uppsetning á milliveggjum kæligeymslunnar en geymslurýmið tvöfaldast með tilkomu nýju aðstöðunnar. „Við reiknum með verklokum á næstu vikum og það verður bylting fyrir okkur þegar þessi aðstaða kemst í fulla notkun“ segir Rúnar að lokum.