Fyrsta LNG skipið til að flytja vörur til og frá Íslandi
Samskip Kvitnos, flutningaskip Samskipa, kom til Íslands í morgun fyrsta apríl 2021. Skipið gengur fyrir fljótandi jarðgasi (LNG) og er það fyrsta sinnar tegundar til að sigla með vörur til og frá Íslandi.
Í skipaflota Samskipa eru tvö skip sem ganga fyrir LNG, Samskip Kvitnos og Samskip Kvitbjørn, en sumarið 2018 voru þau einnig/líka þau fyrstu í flota Samskipa til að flytja vörur frá Rotterdam. Að þessu sinni er um að ræða tilfallandi flutninga til og frá Helguvík utan hefðbundinna siglinga Samskipa til og frá landinu.
Samskip tóku við rekstri flutningaskipanna Samskip Kvitnos og Samskip Kvitbjørn við kaupin á Nor Lines árið 2017. Skipin eru því nýleg ný, en þau voru hönnuð af Rolls-Royce Marine og afhent Nor Lines árið 2015.
Umtalsverður umhverfisávinningur fylgir notkun LNG og falla skipin því vel að umhverfisstefnu Samskipa. Þau losa til dæmis ekkert köfnunarefnisoxíð (NOx) út í andrúmsloftið, lágmarka losun á brennisteinsdíoxíði (SOx) og losa 70 prósent minna af koltvísýringi en vöruflutningabifreiðar á hvert flutt tonn. Þá eru þau umtalsvert hagkvæmari þegar kemur að orkunýtingu í samanburði við skip sem brenna hefðbundinni skipaolíu. Samskip Kvitnos er svokallað RoRo-skip en þau flytja bíla og vagna sem hægt er að aka um borð og frá borði.
Samskip hafa að markmiði að draga úr umhverfisfótspori starfseminnar eftir fremsta megni og LNG-skipin styðja félagið í því markmiði, og horfa Samskip mjög til reynslunnar af þeim við ákvarðanatöku um nýjustu lausnir þegar kemur að endurnýjun í skipaflotanum. Ör þróun er á því sviði, en notkun raforku á lengri flutningsleiðum fylgja vandamál því enn er mjög dýrt að geyma raforku. Mikið magn orku þarf til að sigla yfir hafið og þar er engar hleðslustöðvar að finna. Samskip horfa til sjálfbærni og umhverfismarkmiða á öllum sviðum. Félagið hefur um áratugaskeið unnið með gámaframleiðendum við að bæta hönnun og efnisal gáma, sem hefur skilað sér í gámum sem eru fimmtungi léttari en fyrir tveimur áratugum. Eins hefur félagið unnið markvisst að því að draga úr notkun pappírs og plasts og unnið gegn matarsóun á vinnustöðvum sínum.
Fjölþátta flutningskerfi Samskipa (multimodal flutningar), sem í Evrópu notar einnig/líka lestir og pramma, auk skipa og flutningabíla, styðja við markmið fyrirtækisins auk þess að þau eru í samræmi við markmið Evrópusambandsins um leiðir til að draga úr útblæstri frá flutningum.
Þá má nefna að Samskip leiða „Seashuttle“ verkefnið þar sem í þróun er næsta kynslóð sjálfbærra skipaflutninga á styttri sjóleiðum, sjálfvirk gámaskip sem gefa ekki frá sér mengaðan útblástur. Hjá systurfyrirtæki Samskipa í Rotterdam, FrigoCare, er að finna stærsta sólarorkuver borgarinnar, 3.100 sólarsellur sem þekja 7.500 fermetra, raforkuframleiðsla þar nemur raforkuþörf um 250 smærri heimila.
Fyrir nánari upplýsingar hafið þá samband við Þórunni Ingu Ingjaldsdóttir forstöðumann markaðs og samskiptadeildar á thorunn.inga.ingjaldsdottir@samskip.com