Gaman hjá Samskipum
Með sanni má segja að gleðin sé við völd hjá Samskipum þessa dagana, alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi.
Með sanni má segja að gleðin sé við völd hjá Samskipum þessa dagana, alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi.
Hefðbundinn tiltektardagur var haldinn nýlega. Skipulag var með eindæmum einfalt í ár – allir þrífa & allir glaðir! Settir voru upp gámar um allt fyrirtækið fyrir almennt rusl, skrifstofupappír og trúnaðargögn. Starfsmenn fengu úthlutað áhöldum til þrifa, edikblöndu á brúsa og tuskur og svo kepptust menn við að þrífa sem mest mátti. Valin dómnefnd fór svo um svæðið, tók út svæðin og notaðist við hreinlætisstaðal Samskipa sem var fundinn upp samdægurs. Mútur gengu á báða bóga, en nefndin var ötul við að múta starfsmönnum gegn því að þeir þrifu. Endapunktur tiltektardagsins var svo sleginn í matsalnum þar sem boðið var upp á pizzur og bjór ásamt því að Snjólaug Lúðvíksdóttir uppistandari kitlaði hláturtaugar fólksins og Pétur Örn Guðmundsson (Pétur Jesú) tók nokkur lauflétt lög. Góður og upplífgandi dagur!
Næst á dagskrá var svo Halloween partý starfsmannafélagsins Samstarfs, en það var haldið á Hard Rock og tókst með miklum ágætum. Það var enginn annar er Páll Óskar sem tryllti lýðinn og sá til þess að dansgólfið væri alltaf troðið. Margir mjög flottir búningar sáust og voru veitt verðlaun fyrir þá sem þóttu skara fram úr.
Ekki má svo gleyma vinkonum okkar í Tríóinu sem á dögunum heimsóttu okkur í hádeginu, en það eru þær Margrét Eir, Guðrún Gunnars og Regína Ósk. Þær sungu fyrir okkur skemmtileg kántrí-lög en þær halda á næstunni tónleika í Salnum í Kópavogi til að heiðra nokkrar af bestu kántrí-söngkonum heimsins.
Svo má minna á að nóvember er lokamánuður 4DX-átaks okkar í öryggismálum. Því lýkur formlega 1. desember, en þá gerum við upp árangurinn og fögnum ærlega um kvöldið. Meira um það síðar.
Hér sé stuð !