Hoffellið á heimleið
Varðskipið Þór er komið að Hoffellinu, þar sem það varð vélarvana um 160 sjómílum SV af Færeyjum. Varðskipsmönnum gekk vel að koma taug yfir í Hoffellið þrátt fyrir töluverða ölduhæð.
Gert er ráð fyrir ágætu veðri á heimleiðinni og Hoffellið mun koma til hafnar í Reykjavík í vikulokin eins og ráð var fyrir gert.
Helgafellið, sem var Hoffellinu til aðstoðar, hefur haldið siglingu sinni áfram og er væntanlegt til Immingham á Englandi á fimmtudag.