HS kóðar fyrir farmskrárskil

Frá og með 1. janúar 2025 munu tollyfirvöld á Íslandi gera þá kröfu að við farmskrárskil (inn- og útfluttra vörusendinga) komi ávallt fram eftirfarandi upplýsingar:

  • Nafn og heimilisfang viðtakanda/sendanda í útlöndum
  • HS númer - Fyrstu sex (6) stafir í tollskrárnúmeri vöru
    (Harmonized System - samræmdu vörulýsingar- og vörunúmeraskrár Tollasamvinnuráðsins (WCO) sem íslenska tollskráin byggir á).

Því þurfa allar bókanir sjósendinga að innihalda þessar upplýsingar eftir 1. janúar 2025.
Viðskiptavinir geta verið í sambandi við sína viðskiptastjóra fyrir nánari aðstoð og upplýsingar.

Lesa má nánar um þessa breytingu á vef Skattsins:
Breytingar á farmskrárskilum um áramót 2024-2025 - Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa