Í góðum félagsskap í Jólaboði Samskipa

Jólaboð Samskipa fór fram síðastliðinn föstudag í Hörpu þar sem starfsmenn Samskipa og viðskiptavinir fögnuðu upphafi aðventunnar.   Margt var um manninn og andrúmsloftið var töfrandi innan um góðan mat og skemmtilega tóna eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Samúel Jón Samúelsson Big Band kom og hélt uppi dúndrandi stemmingu, svo mikilli að gluggarnir nötruðu á tímabili.  Við hjá Samskipum viljum þakka öllum þeim sem komu kærlega fyrir komuna og hafið þið það gott um hátíðarnar. 

Smelltu á myndirnar til að fá stærri útgáfu.