Ísfélagið hlaut verðlaun Samskipa á Íslensku sjávarútvegsverðlaununum

Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa, afhenti Guðbjörgu Matthíasdóttur, fyrir hönd Ísfélags Vestmannaeyja, verðlaun fyrir framúrskarandi flota á Íslensku sjávarútvegsverðlaununum.

Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa, afhenti Guðbjörgu Matthíasdóttur, fyrir hönd Ísfélags Vestmannaeyja, verðlaun fyrir framúrskarandi flota á Íslensku sjávarútvegsverðlaununum sem veitt voru í Gerðarsafni í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna.

Íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru fyrst veitt árið 1999 til þess að heiðra afburði og vekja athygli á því besta á sviði fiskveiða, bæði á Íslandi og alþjóðlega en þau eru veitt í nokkrum flokkum.

Á myndinni má sjá Guðbjörgu taka við verðlaununum frá Pálmari Óla forstjóra Samskipa.