Jólaáætlun 2014

Jólaáætlun Arnarfells, Helgafells og Horst B

Arnarfellið mun stoppa í Cuxhaven (ferð 1451 ARN) á aðfangadagskvöld og leggja af stað þaðan þriðjudagsmorguninn 30. desember áleiðis til Árósa í Danmörku, þar sem skipið stoppar yfir áramótin.  Áætluð brottför frá Árósum er föstudaginn 2. janúar áleiðis til Varberg í Svíþjóð, Kollafjarðar í Færeyjum og er áætluð koma til Reykjavíkur 6. janúar.

Helgafellið er áætlað til Reykjavíkur (ferð 1450 HEG) miðvikudaginn 24. desember og mun það stoppa í Reykjavík yfir jólin.  Áætluð brottför frá Reykjavík er fimmtudaginn 1. janúar með viðkomu í Vestmannaeyjum föstudaginn 2. janúar, áður en haldið verður til Immingham, Rotterdam, Cuxhaven, Árósa, Varberg og Kollafjarðar venju samkvæmt.

Horst B heldur frá Reykjavík (ferð 1451 HBB) þriðjudaginn 16. desember áleiðis til Ísafjarðar, Sauðárkróks, Akureyrar, Reyðarfjarðar, Kollafjarðar, Immingham og Rotterdam en áætluð koma þangað er á aðfangadagskvöld.  Þar mun skipið stoppa yfir jólin og er áætluð brottför frá Rotterdam á gamlársdag.  Mun skipið koma til Reykjavíkur sunnudaginn 4. janúar.

Skoða jólaáætlun