Jónar Transport flytja hjálpargögn til Sierra Leone fyrir Aurora velgerðasjóð

Fyrir skömmu skipulögðu Jónar Transport flutning á sendingu af
hjálpargögnum og lyfjum sem gefin voru af Aurora velgerðarsjóði til
neyðaraðstoðar í Sierra Leone vegna Ebólu faraldursins.

Neyðin í landinu er gríðarleg þar sem um tvö þúsund manns hafa nú látist og óttast er að talan geti orðið mun hærri ef ekki verður lagst á eitt til að stoppa þennan skæða faraldur.  Afleidd áhrif á innviði samfélagsins eru ekki síður alvarleg en faraldurinn hefur lamandi áhrif á menntakerfið, heilsugæslu og atvinnulíf í landinu.

Því ákvað stjórn Auroru velgerðasjóðs að leggja til tvö tonn af lyfjum og öðrum hjálpargögnum og flytja til Sierra Leona í samvinnu við breska flugfélagið Hanger8 sem gaf flutninginn og Jónar Transport, sem sáu um skipulagningu hans og flókna pappírsvinnu sem lyfjaflutningarnir kölluðu á. Hjálpargögnin voru formlega afhent Sia Nyama Koroma forsetafrú Sierra Leone, sem þakkaði gjöfina og biðlaði um leið til annarra hjálparsamtaka að láta sitt ekki eftir liggja í baráttunni.

Aurora velgerðasjóður var stofnaður árið 2007 af hjónunum Ingibjörgu Kristjánsdóttur og Ólafi Ólafssyni í þeim tilgangi að styrkja góðgerðarmál í þróunarlöndum og menningarmál innanlands.   Sjóðurinn hefur að mestu unnið í Sierra Leone og hefur meðal annars byggt 67 skóla, þjálfað um 300 kennara og formað fjölmarga mæðraklúbba.  Nánar má lesa um sjóðinn og þau verkefni sem hann hefur styrkt á heimasíðunni www.aurorafund.is  og á Facebook síðu sjóðsins