Kom færandi hendi til Krabbameinsfélagsins
Í morgun kom Ólafur Ólafsson, rekstrarstjóri á gámavelli Samskipa, færandi hendi til Krabbameinsfélagsins. Hefur Ólafur, ásamt konu sinni Ernu Jónsdóttur, undanfarin ár heitið 1.000 krónum á Krabbameinsfélagið fyrir hvern fugl sem þau hjónin ná á golfvellinum.
Í morgun kom Ólafur Ólafsson, rekstrarstjóri á gámavelli Samskipa, færandi hendi til Krabbameinsfélagsins. Hefur Ólafur, ásamt konu sinni Ernu Jónsdóttur, undanfarin ár heitið 1.000 krónum á Krabbameinsfélagið fyrir hvern fugl sem þau hjónin ná á golfvellinum.
Við hvetjum aðra golfara til að taka þau til fyrirmyndar um leið og við óskum þeim áframhaldandi góðs gengis í golfinu.
Mynd: Krabbameinsfélagið