Lítil áhrif af verkfalli Starfsgreinasambandsins á innflutning og útflutning hjá Samskipum
Yfirvofandi verkfall Starfsgreinasambandsins mun ekki hafa teljandi áhrif á innflutning og útflutning hjá Samskipum. Hins vegar verða áhrifin á starfsemi félagsins á landsbyggðinni mikil.

Yfirvofandi verkfall Starfsgreinasambandsins mun ekki hafa teljandi áhrif á innflutning og útflutning hjá Samskipum. Hins vegar verða áhrifin á starfsemi félagsins á landsbyggðinni mikil. Af þeim sökum mun flutningur á og af strönd leggjast af að mestu á meðan á vinnustöðvuninni stendur.
Á vef Landflutninga er að finna upplýsingar um áhrif boðaðs verkfalls á þjónustu Landflutninga.