Ms Hanna leysir Arnarfellið af hólmi

Eins og fram hefur komið var siglt á Arnarfellið í
Kílarskurðinum (ferð 1608 ARN) aðfaranótt fimmtudagsins 3. mars og er skipið nú
í viðgerð. 

M/s Hanna, (ferð 1609 HNN) sem leigð hefur verið til að leysa Arnarfellið af, er áætluð til Reykjavíkur á sunnudag 13. mars.

Mun þetta hafa þau áhrif að sendingar, sem voru í Arnarfellinu (ferð 1608 ARN) verða lestaðar um borð í Hönnu í Árósum og fá við það nýtt ferðanúmer, 1609 HNN. Áætlaður komutími til Reykjavíkur er á sunnudag 13. mars.  Hanna mun ekki hafa viðkomu í Færeyjum á leið til Reykjavíkur eins og áætlun Arnarfells gerir ráð fyrir.

Brottför í vikunni (áætluð ferð 1610 ARN) fellur niður vegna þessa en brottför Hönnu til Rotterdam er áætluð mánudaginn 14. mars.  Hvorki verður komið við í Vestmanneyjum né Immingham á útleiðinni.