Ný lausn á þjónustuvefnum
Við erum stöðugt að leita leiða til að það sé auðveldara og skemmtilegra að vera í viðskiptum við Samskip. Stafræn þróun þjónustu spilar þar stóran þátt. Höfum unnið hörðum höndum að því að gera þjónustvefinn okkar þæginlegri og einfaldari fyrir viðskiptavini okkar.
Rétt í þessu var verið að setja í loftið nýja útgáfu af Þjónustuvefnum. Helsta nýjungin í útgáfunni er að nú er hægt að óska eftir tilboðum, samþykkja og bóka beint út frá tilboðum inni á Þjónustuvefnum ásamt því að hafa góða yfirsýn yfir sín tilboð. Að auki er búið er lífga upp á forðsíðuna okkar með nýjum myndum, gera samþykki skilmála sjóflutningsbókana skýrari og gera mögulegt að leita að sjóflutningsbókunum út frá tilvísunarnúmeri.
Við erum stöðugt að vinna að því að gera Þjónustuvefinn enn betri og viljum gjarnan heyra í ykkur ef þið hafið tillögur eða spurningar. Hægt er að ná á okkur í gegnum netspjallið, senda tölvupóst, hringja í okkur eða kíkja í kaffi til okkar í Kjalarvoginn.
Hlökkum til að heyra í ykkur og sjá ykkur inn á Þjónustuvefnum.
Hér má sjá kennslumyndbönd til að óska eftir tilboðum, samþykkja og bóka beint út frá tilboðum.
Frekari upplýsingar veitir:
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, forstöðumaður Markaðs- og samskiptadeildar Samskipa. thorunn.inga.ingjaldsdottir@samskip.com