Nýr bíll í bílaflota Samskipa

Samskip tóku nýverið í notkun nýjan gámabíl af Scania gerð fyrir 20 ft gáma

Bíllinn er vel útbúinn að öllu leyti; meðal annars nýrri Hammar lyftu sem getur lyft allt að 19 tonna þungum gámum og 410 hestafla EURO 6 vél sem uppfyllir ströngustu kröfur um lágmarks mengun. Allir ásar eru loftfjaðrandi og stýrisbeygjur eru á þremur ásum sem gera bílinn mjög lipran í alla staði. Myndavélar eru að aftan og á hliðum bílsins sem lágmarka slysahættu ásamt því að auðvelda bílstjóranum vinnu við þröngar aðstæður. 

DSC_0813-1

Mynd: Knútur forstjóri Kletts, sem við þekkjum vel frá árum hans hjá Samskipum, afhendir hér Inga S. rekstarstjóra og Stefáni bílstjóra þennan glæsilega bíl.