Nýr framkvæmdastjóri í Færeyjum

Sjúrður Johansen hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Samskipa pf í Færeyjum. Hann mun taka við starfinu þann 1. september n.k.

Sjúrður Johansen hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Samskipa pf í Færeyjum. Hann mun taka við starfinu þann 1. september n.k.
Sjúrður kemur til okkar frá Vinnuframi ( færeyskt viðskipta og þróunarráð) þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri frá 2011. Hann er með M.Sc. próf í viðskiptafræðum og endurskoðun frá Copenhagen Business School.
Við bjóðum Sjúrð velkomin í Samskipahópinn og óskum honum velfarnaðar í starfi. 
f.h. Samskipa Bára Mjöll Ágústsdóttir Forstöðumaður mannauðsdeildar