Nýr hafnartraktor Samskipa · 100% rafmagn
Nýjasta viðbótin í tækjaflota hafnarsvæðis Samskipa er glænýr Terberg EV hafnartraktor. Hann er 100% rafmagnsknúinn og leysir hann af hólmi einn eldri dísel dráttartraktor.
Með nýja hafnartraktornum halda Samskip áfram að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í starfsemi sinni og styðja um leið við orkuskiptin en allir innviðir eru til staðar á athafnasvæði Samskipa til að hámarka nýtingu tækisins.
Hafnartraktorinn var formlega tekinn í notkun í vikunni og hefur hann nú þegar reynst mjög vel í sínum verkefnum.