Nýr Samskip.com lítur dagsins ljós
Samskip hafa opnað nýjan vef á slóðinni www.samskip.com fyrir erlenda starfsemi félagsins.
Samskip hafa opnað nýjan vef á slóðinni www.samskip.com fyrir erlenda starfsemi félagsins. Hefur útlit vefsins verið endurnýjað og er það skýrara og einfaldara en áður.
Er uppsetning nýja vefsins einnig með öðru sniði en á gamla vefnum og eru nú sérvefir fyrir hverja einingu Samskipasamstæðunnar. Með þessu móti er leið notenda að viðkomandi einingum stytt því hægt er að fara beint inn á vefi eininganna í stað þess að þurfa að velja leið af Samskip.com eins og verið hefur.
Framsetning á upplýsingum hefur verið breytt með hagsmuni notenda og viðskiptavina að leiðarljósi og veftré hefur verið einfaldað. Einnig hefur nýrri virkni verið bætt við vefinn, m.a. hafa kort félagsins nú verið bætt til mikilla muna og er notast við kort frá Google Maps, með þeirri virkni sem þeim fylgir.
Framsetning á skrifstofum og umboðsmönnum hefur einnig verið bætt og leit að þeim einfölduð. Er það von félagsins að notendur og viðskiptavinir félagsins njóti góðs af breytingunum.
Skoða nýjan vef Samskip.com